JÓLAGLEÐI 2022
MBA félagið heldur árlega jólagleði í samstarfi við MBA HÍ. Öllum núverandi og útskrifuðum MBA-nemum, starfsfólki og kennurum ásamt mökum er boðið til viðburðarins en hann hefur verið gestum að kostnaðarlausu. Boðið er upp á léttar veitingar og góða skemmtun í áhugaverðum félagsskap.
Viðburðurinn er alla jafna auglýstur á fésbókarsíðum þeim sem tengjast félaginu og náminu og hvatt er til þess að hver og einn árgangur hvetji sína samnemendur og maka þeirra til þátttöku.
Við þökkum kærlega fyrir frábæra jólaskemmtun og hlökkum til að hitta ykkur aftur á nýju ári á öðrum spennandi og skemmtilegum viðburðum á vegum MBA HÍ Alumni félagsins