JÓLAGLEÐI
MBA félagið heldur árlega jólagleði í samstarfi við MBA HÍ. Öllum núverandi og útskrifuðum MBA-nemum, starfsfólki og kennurum ásamt mökum er boðið til viðburðarins en hann hefur verið gestum að kostnaðarlausu. Boðið er upp á léttar veitingar og góða skemmtun í áhugaverðum félagsskap.
Viðburðurinn er alla jafna auglýstur á fésbókarsíðum þeim sem tengjast félaginu og náminu og hvatt er til þess að hver og einn árgangur hvetji sína samnemendur og maka þeirra til þátttöku.