Verðlaun

Verðlaun MBA félagsins

MBA nemendurBöðvar Gunnarsson hlaut viðurkenningu MBA HÍ félagsins fyrir framúrskarandi lokaverkefni í MBA náminu árið 2017, en hann hlaut einkunnina 9,5 fyrir verkefnið Griðarstaður í íslenskri sveit: heima að heiman

Umsögn dómnefndar fyrir veitingu viðurkenningar Félags MBA um framúrskarandi lokaverkefni í MBA námi Háskóla Íslands árið 2017:

Lokaverkefnið sem fær viðurkenninguna árið 2017 er að mati dómnefndar afskaplega vel unnið verkefni á sviði nýsköpunar. Frumleiki og sjálfstæð hugsun einkennir verkefnið. Markmið eru vel skilgreind, spurningar sem leitað er svara við eru skýrar, þeim er svarað skilmerkilega og dregnar eru ályktanir í samræmi við gögn sem aflað var. Efnistök eru kerfisbundin og höfundur gerir glögga grein fyrir þeim og fer eftir því sem hann boðaði. Niðurstaðan verkefnisins staðfestir tilgátuna og kemur einnig fram með nýjar hagnýtar upplýsingar. Að þessu leyti ber verkefnið vitni um að höfundur kann vel til verka og skýrir af sér góða fagmennsku.

Dómnefndina skipuðu:

  • Þórlaug Jónatansdóttir, gjaldkeri Félags MBA –HÍ, markaðs- og kynningastjóri Viðskiptafræðideildar
  • Arnheiður Guðmundsdóttir , framkvæmdastjóri Skýrslutæknifélags Íslands
  • Magnús Pálsson, forstöðumaður MBA námsins.
  • Ingi Rúnar Eðvarsson, prófessor í stjórnun og forseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands.

 

Myndina tók Kristján Maack