Kauphöllin sótt heim

Kauphöllin sótt heim

Haustfundur ársins var haldinn í Kauphöllinni en þar var vel tekið á móti félagsmönnum, með góðum veitingum og fróðlegu erindi.

Kristín Jóhannsdóttir samskiptastjóri og Páll Harðarsson, forstjóri Kauphallarinnar, kynntu starfsemi, markmið og stefnu Kauphallarinnar.  Þá var ný vefsíða MBA félagsins opnuð og í tilefni þess var bjöllu Kauphallarinnar hringt við mikinn fögnuð viðstaddra.

MBA félagið þakkar starfsfólki Kauphallarinnar fyrir hlýjar móttökur.