Jólagleði 2017 – Myndir

Jólagleði 2017 – Myndir

Jólagleði MBA félagsins var haldinn í samstarfi við MBA HÍ    fimmtudaginn 7. desember sl.  á 1919 Radison Blu í Reykjavík.  Gleðin var vel sótt úr öllum árgöngum en tekin var upp sú nýbreytni að fá gesti til að merkja sig með nafni og útskriftarári, og þótti það vel til fundið.

Boðið var upp á drykki og léttar veitingar auk þess sem Björn Bragi, uppistandari, skemmti gestum.

Að lokinni formlegri dagskrá flutti hluti gesta sig yfir á 1919 Restaurant and Lounge þar sem í boði var kvöldverður á sérstöku verði.